31 jan Borgarráð samþykkir deiliskipulag Héðinsreits til auglýsingar
Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. janúar tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit til auglýsingar.
Haustið 2016 keyptu Festir ehf og Laxamýri Héðinsreit og í kjölfarið var samið við hollensku arkitektastofuna Jvantpsijker um að vinna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vesturgötu 64.
Mikil vinna hefur verið lögð í nýja deiliskipulagið enda töldu hvorki borgin né Festir og Laxamýri gamla deiliskipulagið nógu gott. Það hefur verið lögð meiri vinna í deiliskipulagstillögu Héðinsreitsins en aðrar slíkar sem endurspeglast í ítarlegri greinargerð og hönnunarhandbók fyrir reitinn sem er mikil nýbreytni.
Núna fer skipulagið í auglýsingu og kynningarferli að hálfu borgarinnar sem tekur um 100 daga. Ekki er búið að velja hönnuði en sú vinna er í gangi.
Héðinsreitur skiptist í tvo hluta, Seljaveg 2 og Vesturgötu 64 en reiturinn er innan Mýrargötu, Ánanausta og Vesturgötu. Festir og Laxamýri byggja þar um 220 íbúðir í um 20 þúsund fermetrum ofanjarðar með bílakjallara undir öllum reitnum. Verkefnið er af slíkri stærðargráðu að það því verður mögulega skipt niður í nokkra áfanga.